Lesa í innihaldslýsingu

Þegar við verslum í matinn er mikilvægt að við séum meðvituð um það sem við setjum í innkaupa- kerruna. Bragð, útlit og verð hafa áhrif á matinn sem við veljum en ekki er síður mikilvægt að huga að næringarsamsetningu vörunnar.

Lesa í innihaldslýsingu

Þegar við verslum í matinn er mikilvægt að við séum meðvituð um það sem við setjum í innkaupa- kerruna. Bragð, útlit og verð hafa áhrif á matinn sem við veljum en ekki er síður mikilvægt að huga að næringarsamsetningu vörunnar.

Lesa í innihaldslýsingu

Innihaldslýsing
Það er almennt skylt að merkja matvæli með innihaldslýsingu. Hún segir til um samsetningu vörunnar. Í henni þarf að tilgreina öll hráefni, aukaefni og önnur efni sem eru notuð til að búa matvöruna til, í röð eftir minnkandi magni eins og þau eru notuð við framleiðslu vörunnar. Ef sykur er meðal þeirra hráefna sem eru talin fyrst upp má draga þá ályktun að ekki sé um hollustuvöru að ræða. Hins vegar er vert að hafa í huga að við- bættur sykur er ekki einungis hvítur sykur. Sykur á sér mörg nöfn sem koma oft fram neðarlega í innihalds- lýsingu, til að mynda síróp, maíssíróp, ávaxtasykur (frúktósi) og mólassi svo eitthvað sé nefnt.

Næringaryfirlýsing
Næringaryfirlýsing gefur upplýsingar um orku og magn næringarefna í matvælum, þ.e. fitu, kolvetna, próteina, trefja, vítamína og steinefna og miðast við innihald í 100 g eða 100 ml af vöru. En samkvæmt nýrri alþjóðlegri reglugerð (1294/2014) um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda er skylt að hafa næringaryfirlýsingu á flestum forpökkuðum matvælum.

Reykjagarður hf

Fosshálsi 1

110 Reykjavík

Opnunartímar

Söluskrifstofa er opin virka daga

frá 08:00-16:00

Póstlisti Holta

UN Global Compact
Framúrskarandi Fyrirtæki
Framúrskarandi fyrirtæki