Velja rétta hráefnið
Frostvara, ferskvara, fyrir grillið, fyrir ofnin, fyrir pönnuna. Veldu rétta hráefnið fyrir tilefnið.
Velja rétta hráefnið
Frostvara, ferskvara, fyrir grillið, fyrir ofnin, fyrir pönnuna. Veldu rétta hráefnið fyrir tilefnið.
Heill, bringur, lundir, læri, leggir, vængir
Hráefni
Bringur
Ljóst kjöt sem hentar í alla rétti, fitulítið og fullt af próteini, hentugt að grilla heilar eða skera í pottrétti.
Lundir
Tilvaldar á grillið, sniðugt að þræða upp á spjót og marinera, tekur stuttan tíma í eldun.
Læri
Dekkra kjöt og því kraftmeira bragð, tilvalið í alla rétti, á grillið eða í hamborgarabrauð með salati og sósu.
Leggir
Henta vel á grillið eða sem „fingramatur“, dekkra kjöt sem gefur meira bragð.
Vængir
Fullt af bragði, fitan á vængjunum gefur þeim einstakt bragð. Góðir marineraðir og grillaðir með BBQ sósu, frábærir djúpsteiktir líka.
Heill kjúklingur
Hérna er hægt að leika sér með margar útfærslur, heilgrilla á standi, inni í ofni, eða skera niður í valda bita. Allir fá eitthvað við sitt hæfi, bringur fyrir þá sem vilja lítið af fitu og mikið af próteini, læri eða leggir sem er dekkra kjöt og kraftmeira í bragði eða vængir sem er oftast slegist um, eitthvað fyrir alla.